Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 17:47 Hassan Diab sagði að stjórnmálamenn í Líbanon ættu að skammast sín. AP/Ríkisstjórn Líbanon Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. Diab sagði í ræðu sinn í dag, eftir að þrír ráðherrar í ríkisstjórn hans sögðu einnig af sér, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab sagðist ætla að berjast með fólkingu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. AP fréttaveitan segir að ákvörðun Diab gæti leitt til langværandi viðræðna um nýja ríkisstjórn. Frá því í október hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í landinu og sú ólga aukist í kjölfar sprengingarinnar í síðustu viku. Hún er talin til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Ráðandi fylkingar í Líbanon hafa hins vegar verið við völd svo lengi, eða allt frá því borgarastyrjöld lauk árið 1990, að mjög erfitt er að finna trúverðugan leiðtoga sem tengist ekki þeim fylkingum. Diab vísaði einmitt til forvera sinna í afsagnarræðu sinni kenndi þeim um ástandið í Líbanon. „Þeir ættu að skammast sín vegna þess að spilling þeirra leiddi til þessara hörmunga sem hafa verið faldar í sjö ár,“ sagði Diab. Hann sagði ráðandi fylkingar landsins hafa lamað ríkið. Ekki væri hægt að standa í hárinu á þeim eða losna við þá. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Sama ferlið af stað aftur Diab sjálfur var prófessor áður en hann tók starfið af sér. Það gerði hann í október eftir að forveri hans, Saad Hariri, steig úr embætti vegna áðurnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti. Ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Starf forsætisráðherrann virtist ómögulegt strax í upphafi. Hann stýrði ríkisstjórn sem átti að bregðast við ákalli eftir umbótum en í ríkisstjórn sem mynduð var af þeim fylkingum sem almenningur vill losna við. Nú hefst þetta sama ferli líklegast aftur. Þessar sömu fylkingar, sem hafa stjórnað Líbanon svo illa í áratugi, munu eiga í löngum viðræðum um nýja ríkisstjórn. Diab sagði þó fyrir tveimur dögum að hann myndi sitja áfram í embætti í nokkra mánuði og hjálpa til við endurbætur. Vegna þrýstings innan ríkisstjórnar hans reyndist þó ómögulegt fyrir hann að halda völdum áfram. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. Diab sagði í ræðu sinn í dag, eftir að þrír ráðherrar í ríkisstjórn hans sögðu einnig af sér, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab sagðist ætla að berjast með fólkingu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. AP fréttaveitan segir að ákvörðun Diab gæti leitt til langværandi viðræðna um nýja ríkisstjórn. Frá því í október hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í landinu og sú ólga aukist í kjölfar sprengingarinnar í síðustu viku. Hún er talin til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Ráðandi fylkingar í Líbanon hafa hins vegar verið við völd svo lengi, eða allt frá því borgarastyrjöld lauk árið 1990, að mjög erfitt er að finna trúverðugan leiðtoga sem tengist ekki þeim fylkingum. Diab vísaði einmitt til forvera sinna í afsagnarræðu sinni kenndi þeim um ástandið í Líbanon. „Þeir ættu að skammast sín vegna þess að spilling þeirra leiddi til þessara hörmunga sem hafa verið faldar í sjö ár,“ sagði Diab. Hann sagði ráðandi fylkingar landsins hafa lamað ríkið. Ekki væri hægt að standa í hárinu á þeim eða losna við þá. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Sama ferlið af stað aftur Diab sjálfur var prófessor áður en hann tók starfið af sér. Það gerði hann í október eftir að forveri hans, Saad Hariri, steig úr embætti vegna áðurnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti. Ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Starf forsætisráðherrann virtist ómögulegt strax í upphafi. Hann stýrði ríkisstjórn sem átti að bregðast við ákalli eftir umbótum en í ríkisstjórn sem mynduð var af þeim fylkingum sem almenningur vill losna við. Nú hefst þetta sama ferli líklegast aftur. Þessar sömu fylkingar, sem hafa stjórnað Líbanon svo illa í áratugi, munu eiga í löngum viðræðum um nýja ríkisstjórn. Diab sagði þó fyrir tveimur dögum að hann myndi sitja áfram í embætti í nokkra mánuði og hjálpa til við endurbætur. Vegna þrýstings innan ríkisstjórnar hans reyndist þó ómögulegt fyrir hann að halda völdum áfram.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47
Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00
Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15