Fyrsta barn Anníe Mistar Þórisdóttir er komið í heiminn. Hún greindi frá því tíðindunum á Instagram.
„Velkomin í heiminn stúlka Frederiksdóttir. Þú ert allt sem við gátum nokkurn tímann viljað,“ skrifaði Anníe.
Hamingjuóskum rignir yfir nýbakaða foreldra, Anníe Mist og Frederik Ægidius. Í febrúar greindu þau frá því að fyrsta barn þeirra væri væntanlegt í heiminn í ágúst.
Anníe hefur æft stíft á meðgöngunni en hún stefnir á að keppa á heimsleikunum í Crossfit á næsta ári.
Hún varð heimsmeistari í Crossfit 2011 og 2012 og varð í 2. sæti á heimsleikunum 2010 og 2014.