CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius urðu foreldrar í gær en hér sjást þau bíða spennt eftir komu dóttur sinnar fyrir nokkrum dögum. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti