Varði 85 skot í einum og sama leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 18:00 Joonas Korpisalo átti magnaðan leik í marki Columbus Blue Jackets en varð samt að sætta sig við tap. Getty/Andre Ringuette NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube Íshokkí Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube
Íshokkí Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira