Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 12:08 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“ Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. Í tölum Lánamála Seðlabanka Íslands kemur fram að frá janúarlokum á þessu ári, til júlíloka hafi heildarskuldir ríkissjóðs aukist til muna. Útgjöld hafa aukist á sama tíma og tekjur lækkuðu vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er nú kannski heldur minn en ég hafði búist við,“ segir Ásgeir um skuldastöðuna á fyrri helmingi árs. „Mér finnst margt benda til þess að samdrátturinn hafi ekki orðið eins mikill á fyrri helmingi ársins og við óttuðumst.“ Þessi mikla aukning skýrist einnig af því að ríkissjóður tók stórt erlent lán í maí sem ekki hefur verið eytt. „Þetta er tímabundið áfall og við búumst við því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að það komi hagvöxtur þá. Það mun taka lengri tíma fyrir ríkissjóð að komast aftur í jafnvægi. Á þessu ári hafa ríkisútgjöld aukist verulega vegna kórónuveirufaraldursins og að sama skapi hafa tekjur lækkað.“ Ásgeir telur, nánar tiltekið, að það gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Ekki sé þó hægt að líkja þessu tímabundna áfalli við efnahagshrunið 2008 því staðan sé gjörólík. „Þær efnahagsaðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til til þess að örva hagkerfið, eins og það að lækka vexti, mun koma ríkissjóði til góða. Við horfum fram á mun lægri vaxtagjöld á þessum skuldum sem ríkissjóður hefur nú safnað en var til dæmis á árunum eftir hrun. Að sama skapi hefur Seðlabankinn gefið fyrirheit um að kaupa 150 milljarða af ríkisskuldabréfum á næsta vetri til að koma í veg fyrir að aukin útgáfa muni hækka langtímavexti. Það mun líka hjálpa ríkissjóði verulega að standast þetta áfall. Að mörgu leyti gera aðgerðir Seðlabankans ríkissjóði lífið mun léttbærara, þótt það sé ekki í rauninni markmið Seðlabankans“
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15 Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Fjármálaráðherra og hagfræðingur eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. 27. maí 2020 15:15
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00