IKEA er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Japan eða japanska hönnun en nú hefur sænski húsgagnarisinn IKEA framleitt sína fyrstu fata- og fylgihlutalínu í samstarfi við IKEA í Japan.
Fatnaður undir áhrifum IKEA merkisins fræga, gula og bláa, hefur ósjaldan ratað á tískupallana hjá þekktum hönnuðum og eru allskyns útgáfur af IKEA logo-stuttermabolum ósjaldséðir á götum Tokyoborgar. Á heimasíðu IKEA í Japan er sagt að nú sé kominn tími fyrir alvöru IKEA tískuvarning.

Línan ber nafnið ‘EFTERTRÄDA Collection’ og kom hún út í Japan þann 31. júlí síðastliðinn. Til að byrja með verður línan eingöngu seld í Japan og í netsölu en óvíst er hvort línan muni verða fáanleg í öðrum löndum síðar.
Hönnun línunnar er undir miklu áhrifum af Japanskri götutísku sem og fólkinu í Tokyo.

Strikamerki hinnar frægu Billy bókahillu er notað sem aðalgrafík línunnar sem samanstendur meðal annars af stuttermabol, hettupeysu, handklæði, handtösku, regnhlíf, vatnsbrúsa og handklæði.
Hægt er að nálgast bæklinginn fyrir línuna hér.
