Handbolti

Haukar fá öflugan liðsstyrk

Sindri Sverrisson skrifar
Þráinn Orri Jónsson er kominn í Haukabúninginn.
Þráinn Orri Jónsson er kominn í Haukabúninginn. mynd/haukar

Línu- og varnarmaðurinn Þráinn Orri Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og hefur samið við handknattleiksdeild Hauka.

Vísir greindi frá þessum mögulegu félagaskiptum Þráins Orra fyrir þremur vikum en þau hafa nú gengið í gegn. Hann kemur til Hauka frá Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku. 

Þráinn Orri lék meðal annars í EHF-bikarnum með danska liðinu sem varð í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar síðasta vor, á styttra móti en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þráinn Orri lék með Gróttu áður en hann fór í atvinnumennsku, fyrst hjá einu albesta liði Noregs, Elverum, og svo hjá Bjerringbro í vetur.


Tengdar fréttir

Þráinn Orri gæti farið til Hauka

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur sagt skilið við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg og gæti verið á heimleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×