Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 18:46 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45