Eiður Smári: Fannst eins og það hafi verið kippt undan manni fótunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 09:30 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira