Tapaði 62 þúsund pundum á tveimur dögum en hætti ekki að veðja Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 14:15 Gillespie í leik með goðsagnaliði Manchester United en hann byrjaði ferilinn hjá United. vísir/getty Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland. Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland.
Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira