Störukeppni í vonskuveðri uppi á Langjökli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 15:47 Kristín Soffía Jónsdóttir lýsir því hvernig farið var í ferð á Langjökul fyrir nokkrum árum af því hvorugt fyrirtækið vildi taka á sig tapið. Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ástæðuna einfalda og vísar í eigin reynslu sem leiðsögumaður. Ef ferðaþjónustufyrirtæki fellir niður ferð sitji það uppi með tapið. Geri vélsleðafyrirtækið það þá lendi tapið á þeim. Börkur Hrólfsson hefur langa reynslu af leiðsögumennsku hér á landi og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sömuleiðis reynslu af leiðsögumennsku - á Langjökli. Þau eru meðal fjölmargra sem velta vöngum yfir því hvers vegna af vélsleðaferð feraþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland varð í gær þrátt fyrir vonda veðurspá. Kristín Soffía rifjar upp ferð í vonskuveðri upp á Langjökul. „Ástæðan var einföld, ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið,“ segir Kristín Soffía um málið á Twitter. Hópurinn hafi staðið í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Starfsmaður vélsleðafyrirtækisins hafi spurt: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?“ Þá hafi Kristín Soffía og hennar fólk hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sagt: „hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara.“ Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Vélasleðamaður: “okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?” við: “hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara” ; Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 8, 2020 Allir ískaldir og fúlir Kristín Soffía segir í samtali við Vísi að á endanum hafi verið farið í ferðina. Og hún hafi verið glötuð. „Við fórum lúshægt einhvern hring, allir ískaldir og það sást ekki neitt,“ segir Kristín Soffía. Einhver hafi meira að segja grátið og upplifunin hafi alls ekki verið góð. Hún man ekki hvaða fyrirtæki áttu í hlut í þessu tilfelli, það hafi verið um 2013, en það liggi í augum uppi að það þurfi að vera í starfsleyfisskilyrðum fyrirtækjanna að vera tryggðir fyrir svona. Um geti verið að ræða sextíu manna hópa og hver borgi þrjátíu þúsund krónur. „Þetta er tveggja milljóna króna tap á punktinum að hætta við,“ segir Kristín Soffía. Hún hafi vissa samúið með fyrirtækjunum enda hvatinn ofboðslega mikill til að taka sénsinn. En kerfið eigi ekki að vera svona. Það þurfi lógísk viðmið hvort sem sé miðað við skyggni eða annað veðurtengt. Börkur Hrólfsson er reyndur leiðsögumaður. Héngu á toppi bíls í Jökulkvísl Börkur man tímana tvenna og rifjar upp fjölmörg atvik síðustu ár sem vekja hann til umhugsunar. „Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis inn í Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi,“ segir Börkur. Fimm manns hafi komist á topp bílsins og hangið þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. „Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra.“ Börkur tínir til fleiri dæmi. „Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustufyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið út í kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum? Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveitarmenn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar.“ Rúta European Coach Services úti í á í nóvember.Leszek Kaczorowski Þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Bara á síðasta ári hafi orðið fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. „Til dæmis fauk stór 70 manna rúta hálftóm útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfarasvæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi.“ Þá séu ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. „Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni.“ Hann telur að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru sýni að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ástæðuna einfalda og vísar í eigin reynslu sem leiðsögumaður. Ef ferðaþjónustufyrirtæki fellir niður ferð sitji það uppi með tapið. Geri vélsleðafyrirtækið það þá lendi tapið á þeim. Börkur Hrólfsson hefur langa reynslu af leiðsögumennsku hér á landi og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sömuleiðis reynslu af leiðsögumennsku - á Langjökli. Þau eru meðal fjölmargra sem velta vöngum yfir því hvers vegna af vélsleðaferð feraþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland varð í gær þrátt fyrir vonda veðurspá. Kristín Soffía rifjar upp ferð í vonskuveðri upp á Langjökul. „Ástæðan var einföld, ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið,“ segir Kristín Soffía um málið á Twitter. Hópurinn hafi staðið í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Starfsmaður vélsleðafyrirtækisins hafi spurt: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?“ Þá hafi Kristín Soffía og hennar fólk hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sagt: „hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara.“ Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni. Vélasleðamaður: “okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur...viljið þið hætta við?” við: “hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara” ; Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 8, 2020 Allir ískaldir og fúlir Kristín Soffía segir í samtali við Vísi að á endanum hafi verið farið í ferðina. Og hún hafi verið glötuð. „Við fórum lúshægt einhvern hring, allir ískaldir og það sást ekki neitt,“ segir Kristín Soffía. Einhver hafi meira að segja grátið og upplifunin hafi alls ekki verið góð. Hún man ekki hvaða fyrirtæki áttu í hlut í þessu tilfelli, það hafi verið um 2013, en það liggi í augum uppi að það þurfi að vera í starfsleyfisskilyrðum fyrirtækjanna að vera tryggðir fyrir svona. Um geti verið að ræða sextíu manna hópa og hver borgi þrjátíu þúsund krónur. „Þetta er tveggja milljóna króna tap á punktinum að hætta við,“ segir Kristín Soffía. Hún hafi vissa samúið með fyrirtækjunum enda hvatinn ofboðslega mikill til að taka sénsinn. En kerfið eigi ekki að vera svona. Það þurfi lógísk viðmið hvort sem sé miðað við skyggni eða annað veðurtengt. Börkur Hrólfsson er reyndur leiðsögumaður. Héngu á toppi bíls í Jökulkvísl Börkur man tímana tvenna og rifjar upp fjölmörg atvik síðustu ár sem vekja hann til umhugsunar. „Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis inn í Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi,“ segir Börkur. Fimm manns hafi komist á topp bílsins og hangið þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. „Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra.“ Börkur tínir til fleiri dæmi. „Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustufyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið út í kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum? Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveitarmenn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar.“ Rúta European Coach Services úti í á í nóvember.Leszek Kaczorowski Þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Bara á síðasta ári hafi orðið fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. „Til dæmis fauk stór 70 manna rúta hálftóm útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfarasvæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi.“ Þá séu ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. „Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni.“ Hann telur að ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru sýni að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira