Meðalaldurinn þremur árum hærri en á HM í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2020 13:30 Hinn fertugi Guðjón Valur Sigurðsson er aldursforseti íslenska EM-hópsins. vísir/getty Meðalaldur leikmanna í íslenska hópnum sem fer á EM 2020 í handbolta er 27,5 ár. Meðalaldur EM-hópsins er þremur árum hærri en meðalaldur íslenska hópsins sem fór á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Þá var hann aðeins 24,5 ár. Á HM voru aðeins tveir af 17 í íslenska hópnum yfir þrítugt; Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson. Sá fyrrnefndi var aldursforseti HM-hópsins, 33 ára. Í EM-hópnum eru fimm leikmenn yfir þrítugt. Einn er meira að segja á fimmtugsaldri. Björgvin Páll og Arnór Þór eru á sínum stað og auk þeirra eru Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson komnir yfir þrítugt. Hinn fertugi Guðjón Valur missti af HM í fyrra vegna meiðsla en fer með á EM. Það er hans 22. stórmót á ferlinum. Alexander, sem er 39 ára, kemur einnig inn í landsliðið eftir fjögurra ára hlé og þá var Kári, sem er 35 ára, var einnig valinn í EM-hópinn. Þeir, ásamt Guðjóni Val, hífa meðalaldurinn hressilega upp. Í EM-hópnum eru tveir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld; Viktor Gísli Hallgrímsson, sem er 19 ára, og hinn 18 ára Haukur Þrastarson sem er á leið á sitt annað stórmót. Sá síðarnefndi er 22 árum yngri en Guðjón Valur. Átta í EM-hópnum eru 25 ára og yngri; Viktor Gísli, Haukur, Ýmir Örn Gíslason, Arnar Freyr Arnarsson, Sigvaldi Guðjónsson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Sveinn Jóhannsson. Íslenska liðið heldur út til Malmö á morgun og fyrsti leikur þess á EM er gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana á laugardaginn.Aldur íslenska EM-hópsinsBjörgvin Páll Gústavsson - 34 ára Kári Kristján Kristjánsson - 35 ára Aron Pálmarsson - 29 ára Bjarki Már Elísson - 29 ára Guðjón Valur Sigurðsson - 40 ára Ýmir Örn Gíslason - 22 ára Ólafur Guðmundsson - 29 ára Alexander Petersson - 39 ára Viktor Gísli Hallgrímsson - 19 ára Arnór Þór Gunnarsson - 32 ára Arnar Freyr Arnarsson - 23 ára Sigvaldi Guðjónsson - 25 ára Haukur Þrastarson - 18 ára Elvar Örn Jónsson - 22 ára Viggó Kristjánsson - 26 ára Sveinn Jóhannsson - 20 ára Janus Daði Smárason - 25 áraMeðalaldur: 27,5 árMiðað er við aldur daginn sem EM-hópurinn var valinn, 7. janúar. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir „Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45 Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Guðmundur um varnarleik Dana sem hann bjó til, markvörsluna og meiðslasögu Arons Guðjón Guðmundsson ræddi við Guðmund Guðmundsson í dag. 7. janúar 2020 21:00 Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Meðalaldur leikmanna í íslenska hópnum sem fer á EM 2020 í handbolta er 27,5 ár. Meðalaldur EM-hópsins er þremur árum hærri en meðalaldur íslenska hópsins sem fór á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Þá var hann aðeins 24,5 ár. Á HM voru aðeins tveir af 17 í íslenska hópnum yfir þrítugt; Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson. Sá fyrrnefndi var aldursforseti HM-hópsins, 33 ára. Í EM-hópnum eru fimm leikmenn yfir þrítugt. Einn er meira að segja á fimmtugsaldri. Björgvin Páll og Arnór Þór eru á sínum stað og auk þeirra eru Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson komnir yfir þrítugt. Hinn fertugi Guðjón Valur missti af HM í fyrra vegna meiðsla en fer með á EM. Það er hans 22. stórmót á ferlinum. Alexander, sem er 39 ára, kemur einnig inn í landsliðið eftir fjögurra ára hlé og þá var Kári, sem er 35 ára, var einnig valinn í EM-hópinn. Þeir, ásamt Guðjóni Val, hífa meðalaldurinn hressilega upp. Í EM-hópnum eru tveir leikmenn sem eru fæddir á þessari öld; Viktor Gísli Hallgrímsson, sem er 19 ára, og hinn 18 ára Haukur Þrastarson sem er á leið á sitt annað stórmót. Sá síðarnefndi er 22 árum yngri en Guðjón Valur. Átta í EM-hópnum eru 25 ára og yngri; Viktor Gísli, Haukur, Ýmir Örn Gíslason, Arnar Freyr Arnarsson, Sigvaldi Guðjónsson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Sveinn Jóhannsson. Íslenska liðið heldur út til Malmö á morgun og fyrsti leikur þess á EM er gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana á laugardaginn.Aldur íslenska EM-hópsinsBjörgvin Páll Gústavsson - 34 ára Kári Kristján Kristjánsson - 35 ára Aron Pálmarsson - 29 ára Bjarki Már Elísson - 29 ára Guðjón Valur Sigurðsson - 40 ára Ýmir Örn Gíslason - 22 ára Ólafur Guðmundsson - 29 ára Alexander Petersson - 39 ára Viktor Gísli Hallgrímsson - 19 ára Arnór Þór Gunnarsson - 32 ára Arnar Freyr Arnarsson - 23 ára Sigvaldi Guðjónsson - 25 ára Haukur Þrastarson - 18 ára Elvar Örn Jónsson - 22 ára Viggó Kristjánsson - 26 ára Sveinn Jóhannsson - 20 ára Janus Daði Smárason - 25 áraMeðalaldur: 27,5 árMiðað er við aldur daginn sem EM-hópurinn var valinn, 7. janúar.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir „Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45 Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Guðmundur um varnarleik Dana sem hann bjó til, markvörsluna og meiðslasögu Arons Guðjón Guðmundsson ræddi við Guðmund Guðmundsson í dag. 7. janúar 2020 21:00 Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Sveinn Jóhannsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu. 7. janúar 2020 16:45
Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30
Guðmundur um varnarleik Dana sem hann bjó til, markvörsluna og meiðslasögu Arons Guðjón Guðmundsson ræddi við Guðmund Guðmundsson í dag. 7. janúar 2020 21:00
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 17:45
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17
EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00
Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. 8. janúar 2020 11:00