Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram.
Anníe Mist sem fékk nýverið staðfestan farseðil á elleftu heimsleikana sína birti í tíu myndir á Instagram síðu sinni eða eina frá hverju ári sem hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit.
Anníe Mist tók fyrst þátt í heimsleikunum í CrossFit árið 2009, þá ekki orðin tvítug og fyrst Íslendinga. Það voru þriðju heimsleikarnir í CrossFit frá upphafi og fóru fram í Aromas í Kaliforníu. Anníe var meðal tíu efstu í fimm af átta greinum en endaði í 11. sætinu.
Anníe Mist varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að vera hraustust í heimi á heimsleikunum tveimur árum eftir frumraun sína eftir að hafa náð silfrinu á sínu öðru heimsleikum árið 2010.
Anníe Mist hefur tvisvar verið hraustasta CrossFit kona heims og hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Hún hefur auk gullverðlauna sinna á heimsleikunum 2011 og 2012, orðið tisvar í öðru sæti og þá náði hún þriðja sætinu á heimsleikunum árið 2017.
Anníe Mist sýndi styrk sinn í dag með því að ná öðru sætinu á „The Open“ en með því fékk hún farseðil á elleftu heimsleika sína.
Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist rifja upp sögu sína á heimsleikunum í CrossFit í tíu myndum eða með mynd frá hverri keppni.
Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum
