Nýr sautján hæða hótelturn kallast á við Hallgrímskirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2020 20:24 Veröndin á þakinu verður einn besti útsýnisstaður Reykjavíkur. Þar verður RED Sky bar. Arkitekt/Tony Kettle. Sautján hæða hótelturn verður ein svipmesta bygging miðborgar Reykjavíkur en framkvæmdir eru hafnar á horni Skúlagötu og Vitastígs. Myndir af fyrirhugaðri byggingu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þetta 203 herbergja hótel rís á vegum Radisson-hótelkeðjunnar og er áformað að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Það verður rekið undir RED-vörumerki Radisson, sem höfðar til yngri aldurshópa með líflegri þjónustu, frumlegri hönnun og fjölbreyttu litavali. Hér má sjá afstöðu hótelturnsins miðað við Hallgrímskirkju.Arkitekt/Tony Kettle. Skoski arkitektinn Tony Kettle segist við hönnun þess hafa sótt innblástur í sögu íslenskrar byggingarlistar og jarðfræði landsins en húsið kallast á við Hallgrímskirkju og rauðir og svartir litir eiga að vísa til eldvirkni og hraunrennslis. „Við sem stöndum að byggingunni erum spennt fyrir verkefninu og stolt af hönnuninni,“ segir Tom Flanagan Karttunen, aðstoðarforstjóri hjá Radisson Hotel Group í Norður-Evrópu. Hann segir hönnun og skipulag tengja heimamenn og ferðamenn saman um göngustíg í gegnum hótelið, veitingastað á jarðhæð með götutorgi á horni Skúlagötu og Vitastígs ásamt Red Sky bar á efstu hæðinni og útsýnisverönd á þaki byggingarinnar. Hótelið rís á horni Skúlagötu og Vitastígs og verður opnað á síðari helmingi næsta árs.Arkitekt/Tony Kettle. „Þetta verkefni er sennilega það flottasta sem ég hef gert,“ segir Kári Arngrímsson, byggingarstjóri hótelsins, og segir bygginguna sérstaka og glæsilega. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Hallgrímskirkja Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Sautján hæða hótelturn verður ein svipmesta bygging miðborgar Reykjavíkur en framkvæmdir eru hafnar á horni Skúlagötu og Vitastígs. Myndir af fyrirhugaðri byggingu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þetta 203 herbergja hótel rís á vegum Radisson-hótelkeðjunnar og er áformað að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Það verður rekið undir RED-vörumerki Radisson, sem höfðar til yngri aldurshópa með líflegri þjónustu, frumlegri hönnun og fjölbreyttu litavali. Hér má sjá afstöðu hótelturnsins miðað við Hallgrímskirkju.Arkitekt/Tony Kettle. Skoski arkitektinn Tony Kettle segist við hönnun þess hafa sótt innblástur í sögu íslenskrar byggingarlistar og jarðfræði landsins en húsið kallast á við Hallgrímskirkju og rauðir og svartir litir eiga að vísa til eldvirkni og hraunrennslis. „Við sem stöndum að byggingunni erum spennt fyrir verkefninu og stolt af hönnuninni,“ segir Tom Flanagan Karttunen, aðstoðarforstjóri hjá Radisson Hotel Group í Norður-Evrópu. Hann segir hönnun og skipulag tengja heimamenn og ferðamenn saman um göngustíg í gegnum hótelið, veitingastað á jarðhæð með götutorgi á horni Skúlagötu og Vitastígs ásamt Red Sky bar á efstu hæðinni og útsýnisverönd á þaki byggingarinnar. Hótelið rís á horni Skúlagötu og Vitastígs og verður opnað á síðari helmingi næsta árs.Arkitekt/Tony Kettle. „Þetta verkefni er sennilega það flottasta sem ég hef gert,“ segir Kári Arngrímsson, byggingarstjóri hótelsins, og segir bygginguna sérstaka og glæsilega. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Hallgrímskirkja Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira