Skipulag

Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kláfur á Ísa­firði fari í opin­bera kynningu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Innlent
Fréttamynd

Skugga­hliðar á þéttingu byggðar

Skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu hafa verið með linnulausan áróður í meir en áratug um að þétting byggðar sé allra meina bót. Meint gæði þéttingar eru m.a. að hamla gegn hlýnun jarðar (sic), stuðla að breyttum ferðavenjum, skapa betri grunn fyrir Borgarlínu og fleira góðgæti.

Skoðun
Fréttamynd

Segir til­valin í­búða­svæði opnast með Sunda­braut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Innlent
Fréttamynd

Niður­rif hafið á gamla Morgun­blaðs­húsinu

Niðurrif á Morgunblaðshúsinu hófst í dag. Búist er við því að framkvæmdin taki tvo til þrjá mánuði. Rúmlega fjögur hundruð íbúðir verða byggðar á svæðinu. Fyrstu íbúðir verði afhentar í byrjun 2029 og er stór hluti þeirra um 75 fermetrar að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Silfur­fat Sam­fylkingarinnar

Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju hafa Danir það svona ó­þolandi gott?

Flestir Íslendingar hafa komið til Danmerkur. Og flestir sem hafa á annað borð heimsótt gömlu einokunarverslunarkúgarana hafa heimsótt höfuðborgina, Kaupmannahöfn. Þar er enda himneskt að vera. Eiginlega óþolandi frábært.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða hvort þurfi að til­kynna samningana til ESA

Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úr­bætur eftir út­tekt á samningum um lokun bensín­stöðva

Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. 

Innlent
Fréttamynd

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­fé­lagið og út­gerðar­menn byggja nýjan mið­bæ á Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úr­bótum hjá borginni

Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Er Vega­gerðin við völd á Ís­landi?

Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ 

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­hönnunar­stefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykja­vík

Það eru stór tímamót að kynna fyrstuBorgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.Stefnan er sett fram til að huga betur að gæðum í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Innleiða stóra sýn aðalskipulagsins um grænt og manneskjuvæntumhverfi í hinu smáa sem skiptir svo ótrúlega miklu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg

Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gangur, yfir­læti og enda­stöð Strætó

Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum.

Skoðun
Fréttamynd

Austur­stræti orðið að göngu­götu

Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

Innlent