Skipulag „Hef hvergi hallað réttu máli“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar. Innlent 17.1.2026 07:36 Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. Innlent 16.1.2026 21:10 Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar stöðvaði í dag verktaka sem höfðu hafist handa við niðurrif á húsnæði þar sem félagsheimili Kópavogs var áður, án þess að hafa tilskilið leyfi. Varabæjarfulltrúi segir að framkvæmdin öll sé „eitt allsherjarklúður af hálfu Kópavogsbæjar.“ Innlent 16.1.2026 19:12 Andstæðan við lóðabrask Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu. Innlent 15.1.2026 23:32 Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Í nútímaþjóðfélagi er farið að leggja meiri og meiri vigt á að hafa góð svæði fyrir útivist. En það er ljóst við lestur framlagðra gagna bæjarstjórnar Kópavogs um þennan stíg að hann skal leggja meðfram fjörunni og vera sem beinastur og greiðastur svo hægt sé að komast sem hraðast yfir. Skoðun 15.1.2026 18:32 Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Gatnanafnanefnd hefur samþykkt að breyta nafni Fífilsgötu í Túnfífilsgötu. Nefndin hafði áður ákveðið að breyta nafninu götunnar í Hlíðarfótur því nafnið væri of líkt nafni annarrar götu, Vífilsgötu, í Norðurmýri. Innlent 15.1.2026 13:30 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar. Skoðun 14.1.2026 09:33 Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Skoðun 11.1.2026 11:00 Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22 Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30 Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sérstök valnefnd á vegum Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu fasteignafélagsins Klasa um þróun lóðar að Dalvegi 1 þar sem endurvinnslustöð Sorpu hefur verið staðsett síðustu ár. Innlent 18.12.2025 12:57 Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Innlent 18.12.2025 11:11 Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18.12.2025 11:07 Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst. Innlent 18.12.2025 06:31 Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Í tilkynningu segir að um sé að ræða verkefni þar sem móberg verður þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu. Þar kemur einnig fram að Heidelberg kanni nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Innlent 17.12.2025 18:35 Framtíð Suðurlandsbrautar Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Skoðun 16.12.2025 15:30 Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu. Innlent 11.12.2025 15:10 Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20 Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Borgarsögusafn hefur nú gert athugasemd við að í greinargerð nýs deiliskipulags fyrir Holtsgötu 10 til 12 og Brekkustíg 16 í gamla vesturbænum í Reykjavík er ranglega fari með niðurstöðu safnsins um varðveislugildi eins hússins, Holtsgötu 10. Innlent 9.12.2025 07:38 „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“. Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið. Menning 9.12.2025 07:09 Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Nágranni þjóðgarðsins í Skaftafelli furðar sig á því að sveitarstjórnin í Hornafirði hafi gefið grænt ljós á tugi tveggja hæða gistihúsa fyrir neðan hann. Upphaflega áttu húsin að vera helmingi færri. Innlent 8.12.2025 13:50 Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07 Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Skoðun 6.12.2025 07:30 Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld. Innlent 4.12.2025 14:07 Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins. Innlent 4.12.2025 06:02 Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Innlent 27.11.2025 17:43 Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. Innlent 27.11.2025 08:15 Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45 Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Borgir víða um heim vinna að því að fá fleiri til að nota vistvænar samgöngur og draga úr notkun einkabíla. Tilgangurinn er fjölþættur, en heilt á litið er það mat þeirra sem vinna við borgarskipulag að það sé verra ef einkabíllinn er of mikið notaður. Skoðun 26.11.2025 08:31 Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 47 ›
„Hef hvergi hallað réttu máli“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar. Innlent 17.1.2026 07:36
Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. Innlent 16.1.2026 21:10
Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar stöðvaði í dag verktaka sem höfðu hafist handa við niðurrif á húsnæði þar sem félagsheimili Kópavogs var áður, án þess að hafa tilskilið leyfi. Varabæjarfulltrúi segir að framkvæmdin öll sé „eitt allsherjarklúður af hálfu Kópavogsbæjar.“ Innlent 16.1.2026 19:12
Andstæðan við lóðabrask Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu. Innlent 15.1.2026 23:32
Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Í nútímaþjóðfélagi er farið að leggja meiri og meiri vigt á að hafa góð svæði fyrir útivist. En það er ljóst við lestur framlagðra gagna bæjarstjórnar Kópavogs um þennan stíg að hann skal leggja meðfram fjörunni og vera sem beinastur og greiðastur svo hægt sé að komast sem hraðast yfir. Skoðun 15.1.2026 18:32
Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Gatnanafnanefnd hefur samþykkt að breyta nafni Fífilsgötu í Túnfífilsgötu. Nefndin hafði áður ákveðið að breyta nafninu götunnar í Hlíðarfótur því nafnið væri of líkt nafni annarrar götu, Vífilsgötu, í Norðurmýri. Innlent 15.1.2026 13:30
900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar. Skoðun 14.1.2026 09:33
Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Skoðun 11.1.2026 11:00
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30.12.2025 11:22
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sérstök valnefnd á vegum Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu fasteignafélagsins Klasa um þróun lóðar að Dalvegi 1 þar sem endurvinnslustöð Sorpu hefur verið staðsett síðustu ár. Innlent 18.12.2025 12:57
Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð. Innlent 18.12.2025 11:11
Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18.12.2025 11:07
Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst. Innlent 18.12.2025 06:31
Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Í tilkynningu segir að um sé að ræða verkefni þar sem móberg verður þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu. Þar kemur einnig fram að Heidelberg kanni nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Innlent 17.12.2025 18:35
Framtíð Suðurlandsbrautar Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Skoðun 16.12.2025 15:30
Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu. Innlent 11.12.2025 15:10
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20
Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Borgarsögusafn hefur nú gert athugasemd við að í greinargerð nýs deiliskipulags fyrir Holtsgötu 10 til 12 og Brekkustíg 16 í gamla vesturbænum í Reykjavík er ranglega fari með niðurstöðu safnsins um varðveislugildi eins hússins, Holtsgötu 10. Innlent 9.12.2025 07:38
„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“. Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið. Menning 9.12.2025 07:09
Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Nágranni þjóðgarðsins í Skaftafelli furðar sig á því að sveitarstjórnin í Hornafirði hafi gefið grænt ljós á tugi tveggja hæða gistihúsa fyrir neðan hann. Upphaflega áttu húsin að vera helmingi færri. Innlent 8.12.2025 13:50
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07
Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Skoðun 6.12.2025 07:30
Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld. Innlent 4.12.2025 14:07
Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins. Innlent 4.12.2025 06:02
Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Innlent 27.11.2025 17:43
Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. Innlent 27.11.2025 08:15
Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45
Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Borgir víða um heim vinna að því að fá fleiri til að nota vistvænar samgöngur og draga úr notkun einkabíla. Tilgangurinn er fjölþættur, en heilt á litið er það mat þeirra sem vinna við borgarskipulag að það sé verra ef einkabíllinn er of mikið notaður. Skoðun 26.11.2025 08:31
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05