Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2020 15:00 Skúli Mogensen stofnaði Wow air árið 2011. Vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjórum þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. RÚV greinir frá. Í frétt RÚV segir að tilkynningin byggi að mestu leyti á ráðgjafaskýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte skilaði skiptastjórum þrotabúsins í ágúst. Hún snúi meðal annars að skuldabréfaútboði flugfélagsins og húsnæði sem WOW air leigði í London. Í skýrslunni kom meðal annars fram að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. Þar kom einnig fram að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hafi keypt 10 prósent af heildarútgáfunni, sem hafi verið að fullu leyti fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Eftir að skýrsla Deloitte var kynnt kröfuhöfum sagði Skúli í yfirlýsingu að það væri fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Einnig hefur komið fram að skiptastjórarnir hafi til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Í skýrslu Deloitte voru sagðar líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Skúli hefur sjálfur sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Þannig hafi WOW air á þeim tíma verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjórum þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. RÚV greinir frá. Í frétt RÚV segir að tilkynningin byggi að mestu leyti á ráðgjafaskýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte skilaði skiptastjórum þrotabúsins í ágúst. Hún snúi meðal annars að skuldabréfaútboði flugfélagsins og húsnæði sem WOW air leigði í London. Í skýrslunni kom meðal annars fram að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. Þar kom einnig fram að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hafi keypt 10 prósent af heildarútgáfunni, sem hafi verið að fullu leyti fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Eftir að skýrsla Deloitte var kynnt kröfuhöfum sagði Skúli í yfirlýsingu að það væri fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Einnig hefur komið fram að skiptastjórarnir hafi til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Í skýrslu Deloitte voru sagðar líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Skúli hefur sjálfur sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Þannig hafi WOW air á þeim tíma verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30
Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37