HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi.
Myndbandið er virkilega vel unnið en þar koma fram helstu upplýsingar um leikmennina sautján sem munu halda merki Íslands á lofti í Svíþjóð næstu daga og vonandi vikur.
Myndbandið er unnið af RVK Events og má sjá hér að neðan.