Vinstristjórn komin til valda á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 13:54 Sánchez (t.v.) og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, fagna sigri eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í dag. Vísir/EPA Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti. Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti.
Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05