Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 22:37 Harvey Weinstein í New York í dag þar sem hófust réttarhöld yfir honum. vísir/epa Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19