Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 14:21 Biden skautaði algerlega fram hjá því að hann studdi Íraksstríðið á sínum tíma þegar hann ræddi við kjósanda í Des Moines í Iowa á laugardag. AP/Charlie Neibergall Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira