Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 11:55 Guaidó reyndi að brjóta sér leið í gegnum röð hermanna og inn í þinghúsið en án árangurs. AP/Matias Delacroix Stjórnarher Venesúela meinaði stjórnarandstæðingum um aðgang að þinghúsinu á meðan ríkisstjórnin valdi nýjan þingforseta í gær. Erlend ríki fordæma aðfarir ríkisstjórnar sósíalista og segja þær árás á lýðræðið í landinu. Búist var við því að Juan Guaidó, sem lýsti sig réttmætan forseta Venesúela í fyrra, yrði endurkjörinn forseti þingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Hermenn með óeirðarskildi komu hins vegar í veg fyrir að hann gæti farið inn í þinghúsið. Stjórnarþingmenn Sósíalistaflokks Nicolás Maduro forseta notuðu tækifærið og kusu Luis Parra sem þingforseta. Parra var nýlega rekinn úr stjórnarandstöðuflokki vegna ásakana um spillingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðsluna sem þeir sögðu ólögmæta. Ekki hefði verið boðað til hennar og atkvæði hefðu ekki verið talin eins og þingsköp gerðu ráð fyrir. Síðar greiddu þingmenn stjórnarandstöðunnar Guaidó atkvæði sín sem þingforseta á neyðarfundi sem þeir héldu á skrifstofu dagblaðs stjórnarandstöðunnar. Þeir segja að hundrað þingmenn af 167 hafi greitt Guaidó atkvæði sitt. Fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fjölda ríkja Rómönsku Ameríku fordæmdu gjörðir ríkisstjórnar Maduro. Evrópusambandið segist ætla að viðurkenna Guaidó áfram sem forseta þingsins og landsins. Venesúela Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Stjórnarher Venesúela meinaði stjórnarandstæðingum um aðgang að þinghúsinu á meðan ríkisstjórnin valdi nýjan þingforseta í gær. Erlend ríki fordæma aðfarir ríkisstjórnar sósíalista og segja þær árás á lýðræðið í landinu. Búist var við því að Juan Guaidó, sem lýsti sig réttmætan forseta Venesúela í fyrra, yrði endurkjörinn forseti þingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Hermenn með óeirðarskildi komu hins vegar í veg fyrir að hann gæti farið inn í þinghúsið. Stjórnarþingmenn Sósíalistaflokks Nicolás Maduro forseta notuðu tækifærið og kusu Luis Parra sem þingforseta. Parra var nýlega rekinn úr stjórnarandstöðuflokki vegna ásakana um spillingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðsluna sem þeir sögðu ólögmæta. Ekki hefði verið boðað til hennar og atkvæði hefðu ekki verið talin eins og þingsköp gerðu ráð fyrir. Síðar greiddu þingmenn stjórnarandstöðunnar Guaidó atkvæði sín sem þingforseta á neyðarfundi sem þeir héldu á skrifstofu dagblaðs stjórnarandstöðunnar. Þeir segja að hundrað þingmenn af 167 hafi greitt Guaidó atkvæði sitt. Fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fjölda ríkja Rómönsku Ameríku fordæmdu gjörðir ríkisstjórnar Maduro. Evrópusambandið segist ætla að viðurkenna Guaidó áfram sem forseta þingsins og landsins.
Venesúela Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira