Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 22:16 Páll var 57 ára þegar hann lést á heimili sínu. Hér sést hann ásamt Bryndísi eiginkonu sinni. Mynd/Aðsend Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30