Thelma Dís Ágústsdóttir og stöllur hennar í Ball State stóðu í ströngu í kvöld þegar liðið mætti Kent State í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Thelma Dís er í lykilhlutverki hjá Ball State og hún gerði 11 stig í fjögurra stiga sigri Ball State, 66-62 en leikurinn var jafn og spennandi stærstan hluta leiksins en Thelma og stöllur hennar reyndust sterkari þegar mest á reyndi.
Þetta var fimmti sigur liðsins í röð en þær hafa unnið níu leiki og tapað fjórum í vetur.
Körfubolti