Hvergerðingur fann systur sína í Orlando eftir 73 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana. Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana.
Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira