Hvergerðingur fann systur sína í Orlando eftir 73 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2020 19:15 Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana. Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Það urðu heldur betur fagnaðarfundir í Orlondo um jólin þegar maður úr Hveragerði hitti í fyrsta skipti hálfsystur sína. Hann er 73 ára og hún 79 ára. Vilhjálmur Auðunn Albertsson og fjölskylda hans áttu sín bestu jól í Orlando í Bandaríkjunum um jólin. Börn Vilhjálms og konu hans höfðu fengið þau með sér út til að njóta lífsins þar með stórfjölskyldunni en ekki hafði Vilhjálmi grunað að í ferðinni ætti hann eftir að hitta systur sína, sem býr nálægt Orlando, 79 ára og heitir Nancy. Börn Vilhjálms höfðu undirbúið að þau myndu hittast. Vilhjálmur var ættleiddur sem ungbarn en fann íslenska blóðmóður sína þegar hann var um tvítugt. Faðir hans hafði verið hermaður á Íslandi 1946 en hann lést 1984. Viilhjálmur og Nancy, systir hans. Eins og sjá má þá er mikill svipur með þeim.Einkasafn Kolbrún, dóttir Vilhjálms var allt í öllu við skipulagningu hittingsins, hún lýsir hér deginum þegar systkinin hittust í fyrsta skipti á ævinni. „Ég var alveg að missa mig úr spenningi, reyna að láta á engu bera. Síðan renna tveir bílar í hlaðið. Annar með systur hans pabba og dóttur hennar og hinn með frænkunni. Ég labba út til að taka á móti þeim og pabbi kemur bara rétt á eftir mér. Svo sé ég bara, það renna bara tárin, þetta var svo magnað, þau tengdust bara strax, þau eru svo ótrúlega lík, þau hafa sama húmor. Þó að pabbi skilji varla ensku þá gat hann samt verið að fíflast í henni. Þetta var bara dásamlegt“, segir Kolbrún. Kolbrún var allt í öllu með systkinum sínum að plotta hittinginn hjá pabba þeirra og systur hans í Orlando.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig tilfinning var að hitta systur sína eftir öll þessi ár? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, þetta var svo stórkostlegt, maður var bara orðlaus“, segir Vilhjálmur og bætir því við að hann eigi eina hálfsystur í viðbót erlendis en hann viti lítið sem ekkert meira um hana.
Bandaríkin Hveragerði Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira