Mikil aukning í samtölum við Hjálparsímann 1717: Atburðir í samfélaginu eins og óveðrið í desember hafði áhrif á kvíða fólks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:45 Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira