Dæmi um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2020 07:00 Helena Rós Sigmarsdóttir og Elín Björg Birgisdóttir. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.
Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira