Ráðleggur fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 12:30 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira