Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 10:15 Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki. Hér sést fólk fara um borð í herskipið. vísir/ap Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15