Handbolti

Danir án lykil­manns gegn Ís­landi?

Arnar Björnsson skrifar
Rasmus Lauge.
Rasmus Lauge. vísir/getty

Leikstjórnandi danska landsliðsins í handbolta, Rasmus Lauge, meiddist á æfingu og missir af leikjum Dana í Gull deildinni um helgina.

Danir mæta Norðmönnum annað kvöld og Frökkum á sunnudag. Danir eru í riðli með Íslendingum á EM en liðin eigast við í 1. umferðinni 11. janúar.

Rasmus Lauge óttast ekki að missa af EM en spurningin er hvort hann verður klár í slaginn gegn Íslendingum.







Lauge var einn besti maður Dana þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir ári.

Hornamaðurinn Lasse Svan spilar ekki leikina um helgina og í hans stað valdi landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen Johan Hansen en hann spilar með Bjerringbro-Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×