„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Slökkviliðsmaður berst við eld í Nýja Suður-Wales í vikunni. Vísir/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09