Heiðar Logi Elíasson, einn þekktasti brimbrettakappi landsins, og dansarinn Ástrós Traustadóttir eru nýjasta stjörnuparið.
Ástrós birti fallega mynd af þeim saman á Instagram-síðu sinni í gær. Margir kannast við Ástrósu úr þáttunum Allir geta dansað en hún dansar að þessu sinni með Veigari Páli Gunnarssyni og var í teymi með Sölva Tryggvasyni í fyrstu þáttaröðinni.
Heiðar Logi starfar sem atvinnubrimbrettamaður og einnig sem fyrirsæta. Hann var gestur Einkalífsins árið 2018 og sagði þar merkilega sögu sína en faðir hans féll skyndilega frá rétt fyrir viðtalið.
Ástrós og Heiðar eyddu gamlárskvöldinu saman og fóru meðal annars í áramótapartý hjá Birgittu Líf Björnsdóttur.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Heiðar í Einkalífinu frá því á sínum tíma.