Hvítabjörninn aflífaður utan við Longyearbyen Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 10:35 Hvítabjörninn á rölti um Longyearbyen. Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt: Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt:
Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31
Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01
Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08
Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16