Það verður sannkölluð fótboltaveisla á Stöð 2 Sport og Vísi um helgina nú þegar íslenski boltinn byrjar að rúlla að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjunum um helgina en hægt verður að fylgjast með leikjunum á skjánum.
Sjö leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla frá því í kvöld og fram á mánudag, og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Veislan hefst á stórleik KR og FH kl. 18 í kvöld og verður heil umferð leikin fram á sunnudag. Við bætist frestaður stórleikur FH og Stjörnunnar úr 4. umferð.
Leikir í beinni útsendingu í Pepsi Max-deild karla
- Föstudagurinn 14. ágúst
- 18.00 KR - FH (Stöð 2 Sport)
- 19.15 Stjarnan - Grótta (Stöð 2 Sport 3)
- Laugardagurinn 15. ágúst
- 16.00 ÍA - Fylkir (Stöð 2 Sport 3)
- 16.00 Valur - KA (Stöð 2 Sport)
- Sunnudagurinn 16. ágúst
- 17.00 HK - Fjölnir (Stöð 2 Sport)
- 19.15 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
- Mánudagurinn 17. ágúst
- 18.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Heil umferð fer fram í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudag og mánudag. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og þrír leikir sýndir beint í opinni dagskrá hér á Vísi.
Selfoss og Fylkir mætast í forvitnilegum slag liðanna í 4. og 3. sæti, og í Laugardalnum mætast Þróttur R. og ÍBV í mikilvægum leik í fallbaráttunni. Tíundu umferðinni lýkur með leik Íslandsmeistara Vals við KR-konur sem voru að losna úr sóttkví.
Leikir í beinni útsendingu í Pepsi Max-deild kvenna
- Sunnudagurinn 16. ágúst
- 14.00 Þróttur R. - ÍBV (Vísir)
- 14.00 Selfoss - Fylkir (Stöð 2 Sport)
- 16.00 Stjarnan - Þór/KA (Stöð 2 Sport 3)
- 16.00 FH - Breiðablik (Vísir)
- Mánudagurinn 17. ágúst
- 18.00 KR - Valur (Vísir)