Veganistur: „Þetta snýst ekki um að vera fullkominn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 10:36 Systurnar Helga María og Júlía Sif halda úti uppskriftasíðunni Veganistur. instagram/skjáskot Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur eru báðar grænkerar, eða vegan, og halda úti blogginu Veganistur. Þær kynntust vegan lífsstílnum fyrir átta árum fyrir algjöra tilviljun. Lífsstíllinn heillaði þær strax og fljótlega opnuðu þær uppskriftasíðu í þeim tilgangi að deila uppskriftum og upplýsingum um vegan lífsstíl. „Manneskja sem er vegan reynir eftir fremsta megni að forðast að nota dýraafurðir í daglegu lífi, í mataræði, afþreyingu og fatnaði. Maður fer ekki út í þær öfgar að neita sér um lyf og annað sem maður þarf á að halda. Þetta snýst ekki um að vera fullkominn heldur að nota ekki dýraafurðirnar þegar maður þarf þess ekki,“ segir Helga María en þær systur voru heimsóttar í Íslandi í dag nú á dögunum. View this post on Instagram 2019 Þetta ár hefur kennt okkur systrum margt. Mest af öllu að trúa á okkur sjálfar og hugmyndirnar okkar. Við höfum lært að leggja harðar af okkur en við höfðum hugmynd um að við gætum og komist að því að við vinnum svakalega vel saman þegar við ætlum okkur það. Þegar árið hófst höfðum við ekki hugmynd um hvað væri framundan hjá Veganistum. Okkur hafði lengi langað að skrifa bók en búandi í sitthvoru landi, báðar í námi, þótti okkur það hæpið að við gætum farið af stað í það verkefni á næstunni. Þegar yndislegu stelpurnar hjá @bjortutgafa höfðu samband við okkur fylltumst við krafti og fundum að nú væri akkúrat rétti tíminn. Ég (Helga) flutti til Íslands yfir sumarið og við hófumst handa við að prufukeyra uppskriftir, mynda þær allar og skrifa sjálfa bókina. Allt sumarið leið okkur eins og við næðum þessu ekki en við fundum einhvern drifkraft í okkur sem gerði það að verkum að það var ekkert annað í stöðunni en að klára þetta og leggja okkur allar fram við að gera það eins vel og við gætum. Það var ekki auðvelt. Það var í raun mjög erfitt og ekkert svakalega gaman alltaf. En það hefur fyllt okkur styrk sem er ómetanlegur. Við höfum þroskast helling á árinu, lært að trúa á okkur og lært að hvetja hvora aðra þegar við byrjum að efast um eigin getu. Við erum lánsamar að geta gert þetta saman. En ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir ykkur. Það er vegna ykkar sem lesið bloggið, eldið uppskriftirnar okkar og sendið okkur falleg skilaboð að bókin er til. Bókin er eins mikið ykkar og hún er okkar og við viljum að þið vitið hversu þakklátar við erum. Við hlökkum til ársins 2020 og þeirra ævintýra sem eru framundan! A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Dec 31, 2019 at 3:24am PST Þær systur hafa lengi haft áhuga á matargerð og segist Júlía hafa haft hann allt frá því hún var krakki. „Ég er búin að hafa áhuga á matargerð frá því ég var pínulítil og ætlaði alltaf að verða kokkur. Horfði á Jóa Fel þegar ég var sex ára með stjörnur í augunum og var alltaf inni í eldhúsi að fylgjast með matargerð og hafði mikinn áhuga,“ segir Júlía. Systurnar hafa verið vegan frá árunum 2011 og 2012.stöð 2 Þær segja þó að áhuginn hafi kviknað hjá Helgu eftir að hún hafi orðið vegan. Hún hafi lært að elda þá og farið úr því að borða grillaðar samlokur í það að læra að elda. Þær kynntust vegan lífsstíl árin 2011 og 2012 og var það Helga sem byrjaði að prófa sig áfram og Júlía fylgdi fljótt á eftir. Prófaði vegan mataræði heilsunnar vegna „Það byrjaði svoleiðis hjá mér að ég eiginlega sá eitthvað vídeó sem mér fannst áhugavert um stelpu sem hafði verið mikið veik og ég hafði verið mikið veik eftir einkyrningssótt. Hún hafði orðið vegan og heilsan batnað og ég ákvað bara að prófa og heilsan batnaði,“ segir Helga. „Mér fannst þetta svo spennandi að ég leit aldrei til baka.“ „Tæpu ári seinna flutti ég til Helgu og þá langaði mig svolítið að prófa að vera með. Við bjuggum þrjú saman sem vorum alveg vegan og elduðum mikið saman.“ View this post on Instagram Við gerum alltaf wellington á aðfangadagskvöld. Meðlætið er þó, að okkar mati, nánast jafn mikilvægt og aðalrétturinn og við mælum mikið með meðlætinu sem er í færslunni okkar af jólamat með sænsku ívafi! . . . . . . . . . #vegan #veganfood #christmas #veganchristmas #veganrecipes #govegan #veganpartyfood #vadveganeräter #whatveganseat #happy #instagood #fooddiary #vegansverige #blogger #foodie #veganistur #veganmatur #vegansofig #vegansofinstagram #whatveganseat #thefeedfeed #julbord #vegobullar A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Dec 23, 2019 at 10:00am PST Þær systur sýndu áhorfendum í Íslandi í dag hvernig þær búa til vegan rjómapasta frá grunni og má finna uppskriftina hér eða í nýútgefinni uppskriftabók þeirra. Þær sýna meira að segja hvernig búa má til matreiðslurjóma úr kasjúhnetum frá grunni. Þær segja að ekki sé erfitt að finna vegan vörur á markaði hér á Íslandi og úrval fari batnandi með hverju árinu sem líður. „Það er alls ekki erfitt [að finna vegan vörur], sérstaklega ekki í dag. Sérstaklega mjólkurvörurnar eru orðnar mjög aðgengilegar,“ segir Júlía. „Það er enn þá velta á þessum vörum og sumar eru betri en aðrar þannig að við vildum svolítið vinna með það í bókinni að gera mikið sjálfar og hafa tímalausar uppskriftir þannig að það væru ekki einhver hráefni sem fást ekki eftir nokkur ár.“ Lykill að veganvæða mat sem fólk er vant Þær segja sniðugt fyrir fólk sem vill tileinka sér vegan mataræði að veganvæða rétti sem það er vant að elda. „Mér finnst oft sniðugt að segja fólki að byrja bara á að taka rétti sem það þekkir og er vant að borða og skipta út hráefnunum. Gera mat sem það er vant að borða og þekkir af því að það er orðið ótrúlega auðvelt í dag að skipta bara út dýraafurðunum.“ View this post on Instagram Uppskrift dagsins er af vegan chili. Ég elska að útbúa góða pottrétti sem einfalt er að henda saman og láta malla. Þetta chili er einmitt svoleiðis réttur og ég hef eldað þetta rosalega mikið síðustu ár. // Just posted this delicious vegan chili up on the blog. Sooo easy to make and filled with flavors. It’s also super heartwarming in the winter! . . . . . #vegan #veganfood #whatveganseat #vadveganeräter #veganfoodshare #feedfeedvegan #ilovevego #veganmatur #veganchili #chilisincarne #vegandinner #beanchili #veganistur #piteå A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Feb 20, 2019 at 8:57am PST „Við erum svo vanaföst og viljum bara borða það sem við elskum og ef fólk heldur að það þurfi bara að umturna lífi sínu til að gerast vegan og byrja að borða eitthvað allt annað þá hljómar þetta kannski ekkert svakalega spennandi en í rauninni er það nefnilega þannig að maður getur bara haldið áfram að borða sína uppáhalds rétti, breytt þeim aðeins og þeir eru ekkert síðri á bragðið,“ segir Helga. Aðallega fjölskyldan sem hafði sterkar skoðanir Þær systur segjast auðvitað hafa fengið ýmsar athugasemdir og heyrt ýmsar skoðanir um lífsstíl þeirra en það hafi sérstaklega verið til að byrja með. „Það var mikið fyrst, aðallega samt í fjölskylduboðunum og þannig. Við fáum ekki mikið eitthvað svona fólk út í bæ að segja eitthvað en það eru kannski helst manns nánustu. Það hefur samt minnkað mikið,“ segir Júlía. Rjómapastað sem systurnar elduðu í Íslandi í dag.stöð 2 „Fyrst fékk maður öll þessi klassísku komment.“ „Það er einhvern vegin alltaf þegar maður fer inn á nýjan stað, eins og þegar ég byrjaði fyrst í framhaldsskóla og svo í háskóla og þegar maður byrjar í nýrri vinnu og svoleiðis þá veit maður að þetta umræðuefni mun koma, maður mun þurfa að taka umræðuna en fólk er, sérstaklega í dag, orðið mjög jákvætt fyrir þessu. Það þekkja allir þetta orð núna sem fólk gerði ekki áður fyrr og maður þurfti að fara í miklar útskýringar oft.“Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Matur Vegan Tengdar fréttir Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30 Eggaldin í staðinn fyrir síld Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu. 6. desember 2016 12:00 Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Egg hafa verið mikið í umræðunni og margt fólk íhugar nú að hætta neyslu eggja eftir aukið tal um aðbúnað hænsna í eggjabúum landsins. En hvernig kemst maður í gegnum jólabaksturinn án eggja? Vala Árnadóttir segir það vera ekkert mál. 6. desember 2016 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur eru báðar grænkerar, eða vegan, og halda úti blogginu Veganistur. Þær kynntust vegan lífsstílnum fyrir átta árum fyrir algjöra tilviljun. Lífsstíllinn heillaði þær strax og fljótlega opnuðu þær uppskriftasíðu í þeim tilgangi að deila uppskriftum og upplýsingum um vegan lífsstíl. „Manneskja sem er vegan reynir eftir fremsta megni að forðast að nota dýraafurðir í daglegu lífi, í mataræði, afþreyingu og fatnaði. Maður fer ekki út í þær öfgar að neita sér um lyf og annað sem maður þarf á að halda. Þetta snýst ekki um að vera fullkominn heldur að nota ekki dýraafurðirnar þegar maður þarf þess ekki,“ segir Helga María en þær systur voru heimsóttar í Íslandi í dag nú á dögunum. View this post on Instagram 2019 Þetta ár hefur kennt okkur systrum margt. Mest af öllu að trúa á okkur sjálfar og hugmyndirnar okkar. Við höfum lært að leggja harðar af okkur en við höfðum hugmynd um að við gætum og komist að því að við vinnum svakalega vel saman þegar við ætlum okkur það. Þegar árið hófst höfðum við ekki hugmynd um hvað væri framundan hjá Veganistum. Okkur hafði lengi langað að skrifa bók en búandi í sitthvoru landi, báðar í námi, þótti okkur það hæpið að við gætum farið af stað í það verkefni á næstunni. Þegar yndislegu stelpurnar hjá @bjortutgafa höfðu samband við okkur fylltumst við krafti og fundum að nú væri akkúrat rétti tíminn. Ég (Helga) flutti til Íslands yfir sumarið og við hófumst handa við að prufukeyra uppskriftir, mynda þær allar og skrifa sjálfa bókina. Allt sumarið leið okkur eins og við næðum þessu ekki en við fundum einhvern drifkraft í okkur sem gerði það að verkum að það var ekkert annað í stöðunni en að klára þetta og leggja okkur allar fram við að gera það eins vel og við gætum. Það var ekki auðvelt. Það var í raun mjög erfitt og ekkert svakalega gaman alltaf. En það hefur fyllt okkur styrk sem er ómetanlegur. Við höfum þroskast helling á árinu, lært að trúa á okkur og lært að hvetja hvora aðra þegar við byrjum að efast um eigin getu. Við erum lánsamar að geta gert þetta saman. En ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir ykkur. Það er vegna ykkar sem lesið bloggið, eldið uppskriftirnar okkar og sendið okkur falleg skilaboð að bókin er til. Bókin er eins mikið ykkar og hún er okkar og við viljum að þið vitið hversu þakklátar við erum. Við hlökkum til ársins 2020 og þeirra ævintýra sem eru framundan! A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Dec 31, 2019 at 3:24am PST Þær systur hafa lengi haft áhuga á matargerð og segist Júlía hafa haft hann allt frá því hún var krakki. „Ég er búin að hafa áhuga á matargerð frá því ég var pínulítil og ætlaði alltaf að verða kokkur. Horfði á Jóa Fel þegar ég var sex ára með stjörnur í augunum og var alltaf inni í eldhúsi að fylgjast með matargerð og hafði mikinn áhuga,“ segir Júlía. Systurnar hafa verið vegan frá árunum 2011 og 2012.stöð 2 Þær segja þó að áhuginn hafi kviknað hjá Helgu eftir að hún hafi orðið vegan. Hún hafi lært að elda þá og farið úr því að borða grillaðar samlokur í það að læra að elda. Þær kynntust vegan lífsstíl árin 2011 og 2012 og var það Helga sem byrjaði að prófa sig áfram og Júlía fylgdi fljótt á eftir. Prófaði vegan mataræði heilsunnar vegna „Það byrjaði svoleiðis hjá mér að ég eiginlega sá eitthvað vídeó sem mér fannst áhugavert um stelpu sem hafði verið mikið veik og ég hafði verið mikið veik eftir einkyrningssótt. Hún hafði orðið vegan og heilsan batnað og ég ákvað bara að prófa og heilsan batnaði,“ segir Helga. „Mér fannst þetta svo spennandi að ég leit aldrei til baka.“ „Tæpu ári seinna flutti ég til Helgu og þá langaði mig svolítið að prófa að vera með. Við bjuggum þrjú saman sem vorum alveg vegan og elduðum mikið saman.“ View this post on Instagram Við gerum alltaf wellington á aðfangadagskvöld. Meðlætið er þó, að okkar mati, nánast jafn mikilvægt og aðalrétturinn og við mælum mikið með meðlætinu sem er í færslunni okkar af jólamat með sænsku ívafi! . . . . . . . . . #vegan #veganfood #christmas #veganchristmas #veganrecipes #govegan #veganpartyfood #vadveganeräter #whatveganseat #happy #instagood #fooddiary #vegansverige #blogger #foodie #veganistur #veganmatur #vegansofig #vegansofinstagram #whatveganseat #thefeedfeed #julbord #vegobullar A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Dec 23, 2019 at 10:00am PST Þær systur sýndu áhorfendum í Íslandi í dag hvernig þær búa til vegan rjómapasta frá grunni og má finna uppskriftina hér eða í nýútgefinni uppskriftabók þeirra. Þær sýna meira að segja hvernig búa má til matreiðslurjóma úr kasjúhnetum frá grunni. Þær segja að ekki sé erfitt að finna vegan vörur á markaði hér á Íslandi og úrval fari batnandi með hverju árinu sem líður. „Það er alls ekki erfitt [að finna vegan vörur], sérstaklega ekki í dag. Sérstaklega mjólkurvörurnar eru orðnar mjög aðgengilegar,“ segir Júlía. „Það er enn þá velta á þessum vörum og sumar eru betri en aðrar þannig að við vildum svolítið vinna með það í bókinni að gera mikið sjálfar og hafa tímalausar uppskriftir þannig að það væru ekki einhver hráefni sem fást ekki eftir nokkur ár.“ Lykill að veganvæða mat sem fólk er vant Þær segja sniðugt fyrir fólk sem vill tileinka sér vegan mataræði að veganvæða rétti sem það er vant að elda. „Mér finnst oft sniðugt að segja fólki að byrja bara á að taka rétti sem það þekkir og er vant að borða og skipta út hráefnunum. Gera mat sem það er vant að borða og þekkir af því að það er orðið ótrúlega auðvelt í dag að skipta bara út dýraafurðunum.“ View this post on Instagram Uppskrift dagsins er af vegan chili. Ég elska að útbúa góða pottrétti sem einfalt er að henda saman og láta malla. Þetta chili er einmitt svoleiðis réttur og ég hef eldað þetta rosalega mikið síðustu ár. // Just posted this delicious vegan chili up on the blog. Sooo easy to make and filled with flavors. It’s also super heartwarming in the winter! . . . . . #vegan #veganfood #whatveganseat #vadveganeräter #veganfoodshare #feedfeedvegan #ilovevego #veganmatur #veganchili #chilisincarne #vegandinner #beanchili #veganistur #piteå A post shared by Veganistur.is (@veganistur.is) on Feb 20, 2019 at 8:57am PST „Við erum svo vanaföst og viljum bara borða það sem við elskum og ef fólk heldur að það þurfi bara að umturna lífi sínu til að gerast vegan og byrja að borða eitthvað allt annað þá hljómar þetta kannski ekkert svakalega spennandi en í rauninni er það nefnilega þannig að maður getur bara haldið áfram að borða sína uppáhalds rétti, breytt þeim aðeins og þeir eru ekkert síðri á bragðið,“ segir Helga. Aðallega fjölskyldan sem hafði sterkar skoðanir Þær systur segjast auðvitað hafa fengið ýmsar athugasemdir og heyrt ýmsar skoðanir um lífsstíl þeirra en það hafi sérstaklega verið til að byrja með. „Það var mikið fyrst, aðallega samt í fjölskylduboðunum og þannig. Við fáum ekki mikið eitthvað svona fólk út í bæ að segja eitthvað en það eru kannski helst manns nánustu. Það hefur samt minnkað mikið,“ segir Júlía. Rjómapastað sem systurnar elduðu í Íslandi í dag.stöð 2 „Fyrst fékk maður öll þessi klassísku komment.“ „Það er einhvern vegin alltaf þegar maður fer inn á nýjan stað, eins og þegar ég byrjaði fyrst í framhaldsskóla og svo í háskóla og þegar maður byrjar í nýrri vinnu og svoleiðis þá veit maður að þetta umræðuefni mun koma, maður mun þurfa að taka umræðuna en fólk er, sérstaklega í dag, orðið mjög jákvætt fyrir þessu. Það þekkja allir þetta orð núna sem fólk gerði ekki áður fyrr og maður þurfti að fara í miklar útskýringar oft.“Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Matur Vegan Tengdar fréttir Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30 Eggaldin í staðinn fyrir síld Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu. 6. desember 2016 12:00 Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Egg hafa verið mikið í umræðunni og margt fólk íhugar nú að hætta neyslu eggja eftir aukið tal um aðbúnað hænsna í eggjabúum landsins. En hvernig kemst maður í gegnum jólabaksturinn án eggja? Vala Árnadóttir segir það vera ekkert mál. 6. desember 2016 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vegan mest viðeigandi á jólum Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd. 8. desember 2018 16:30
Eggaldin í staðinn fyrir síld Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu. 6. desember 2016 12:00
Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Egg hafa verið mikið í umræðunni og margt fólk íhugar nú að hætta neyslu eggja eftir aukið tal um aðbúnað hænsna í eggjabúum landsins. En hvernig kemst maður í gegnum jólabaksturinn án eggja? Vala Árnadóttir segir það vera ekkert mál. 6. desember 2016 12:30