Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 17:00 Karl Hjálmarsson við húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í snjóflóði á þriðjudagskvöld. vísir/egill Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48