Guðmundur: Við megum ekki mála allt svart Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2020 16:46 Gummi brúnaþungur í dag. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að Ísland hafi einfaldlega tapað fyrir betri lið í dag er liðið tapaði fyrir Slóvenum. „Við töpuðum fyrir betra liði en við erum í dag. Þeir eru með meiri reynslu og leikmenn sem spila í stærstu liðum Evrópu,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst byrjunin arfaslök. Það er ekkert að grín að lenda 7-2 undir en liðið sýndi svakalegan karakter að vinna sig til baka. Ég var mjög sáttur með það.“ „Við komumst yfir en missum tvisvar boltann illa á klaufalegan hátt. Það var dýrt. Þarna vantaði rútínu og aga. Síðan var ekki einfalt að gera mörk í sóknarleiknum. Það vantaði mörk frá Aroni og skyttunum til að létta á þessu.“ „Við komum skotunum ekki almennilega á markið. Við fáum færi en við misnotum of mikið af færum. Þetta eru bara þrjú mörk í lokin og það má engu muna.“ „Varnarlega þá erum við að mæta besta sóknarliði heims maður á móti manni. Það var stefnan í hálfleik að þétta aðeins varnarleikinn í hálfleik og það tókst á köflum ágætlega en svo kom eitthvað upp úr engu hjá þeim.“ Guðmundur segir að menn þurfi að vera hreinskilnir; Slóvenarnir séu einfaldlega með betra lið en við erum núna. „Við verðum að líta þannig á það að þeir voru betri en við í dag. Við getum ekki farið fram úr okkur. Reynsluboltarnir styðja við yngri drengina og við þurfum að halda áfram gegn Portúgal. Við fengum þetta tækifæri í milliriðli og þurfum að nýta þessa fyrir ungu drengina.“ Aron Pálmarsson hefur ekki náð sér á strik eftir góða byrjun en hefði Guðmundur átt að hvíla hann meira í keppninni? „Það að komast hingað þurfti ofboðslega mikið til. Þetta voru erfiðir andstæðingar í riðlinum og það gafst ekki tími. Við vorum að berjast fyrir tveimur stigum gegn Ungverjum og við höfum ekki sömu breidd og hin liðin. Heldur ekki sömu rútínu. Ef við skiptum mikið hefur það áhrif á leik okkar. Við megum ekki mála allt svart. Ég var ánægður með nokkuð í okkar leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27. 17. janúar 2020 16:35