Netverjar hlæja að heildrænu stjórnunar- og regluvörslukerfi Samherja Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2020 11:22 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Víst er að hann og almannateymi fyrirtækisins eiga verk að vinna til að öðlast tiltrú á ný. Vísir/Vilhelm Samherji hefur sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem segir að fyrirtækið ætli að þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti. Í tilkynningunni er þetta haft sérstaklega eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja. Lesendur Kjarnans hlæja í einum kór af tilkynningu Samherjamanna. Vísir hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvernig þetta er hugsað en í tilkynningunni segir jafnframt að stefnt sé að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári og að ákvörðun um innleiðingu kerfisins hafi verið tekin á „grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Fyrirspurn Vísis gengur meðal annars út á að spyrja hvað heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi þýðir? Tilkynninguna má sjá í heild sinni á heimasíðu Samherja en nokkrir fjölmiðlar hafa birt efni hennar eins og það kemur af kúnni. Það verður að segjast að netverjar gefa ekki mikið fyrir þetta útspil fyrirtækisins sem staðið hefur í ströngu eftir að greint var frá mútugreiðslum en starfsmenn fyrirtækisins báru fé á ráðamenn á Namibíu til að komast í kvóta á hestamakríl. Reyndar telja netverjar þetta aðhlátursefni. Þannig eru viðbrögðin við Facebook-tilkynningu Kjarnans um þessa frétt öll á eina leið: Hláturkallinn er alls ráðandi. Þeim sem bregðast við tilkynningu Samherja á vef Fréttablaðsins þykir ekki mikið til koma. Og svo er einnig um kynningu Fréttablaðsins um frétt sinni af efni tilkynningar Samherjamanna á Facebook. Af þessu má ráða að útvegsfyrirtækið; Björgólfur og almannatengladeild Samherja, eiga enn langt í land með að öðlast tiltrú almennings eftir hremmingar í tengslum við Samherjamálið. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar eftir að málið kom upp og sagði sig frá stjórnarstörfum ýmissa fyrirtækja, að sögn til að lægja öldur en það virðist ekki hafa dugað hálfa leið. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samherji hefur sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem segir að fyrirtækið ætli að þróa og innleiða heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti. Í tilkynningunni er þetta haft sérstaklega eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja. Lesendur Kjarnans hlæja í einum kór af tilkynningu Samherjamanna. Vísir hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvernig þetta er hugsað en í tilkynningunni segir jafnframt að stefnt sé að því að ljúka innleiðingu kerfisins síðar á þessu ári og að ákvörðun um innleiðingu kerfisins hafi verið tekin á „grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Fyrirspurn Vísis gengur meðal annars út á að spyrja hvað heildrænt stjórnunar- og regluvörslukerfi þýðir? Tilkynninguna má sjá í heild sinni á heimasíðu Samherja en nokkrir fjölmiðlar hafa birt efni hennar eins og það kemur af kúnni. Það verður að segjast að netverjar gefa ekki mikið fyrir þetta útspil fyrirtækisins sem staðið hefur í ströngu eftir að greint var frá mútugreiðslum en starfsmenn fyrirtækisins báru fé á ráðamenn á Namibíu til að komast í kvóta á hestamakríl. Reyndar telja netverjar þetta aðhlátursefni. Þannig eru viðbrögðin við Facebook-tilkynningu Kjarnans um þessa frétt öll á eina leið: Hláturkallinn er alls ráðandi. Þeim sem bregðast við tilkynningu Samherja á vef Fréttablaðsins þykir ekki mikið til koma. Og svo er einnig um kynningu Fréttablaðsins um frétt sinni af efni tilkynningar Samherjamanna á Facebook. Af þessu má ráða að útvegsfyrirtækið; Björgólfur og almannatengladeild Samherja, eiga enn langt í land með að öðlast tiltrú almennings eftir hremmingar í tengslum við Samherjamálið. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar eftir að málið kom upp og sagði sig frá stjórnarstörfum ýmissa fyrirtækja, að sögn til að lægja öldur en það virðist ekki hafa dugað hálfa leið.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira