Í upphafi skal endinn skoða Heiðar Sumarliðason skrifar 17. janúar 2020 15:30 Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins . Myndin fjallar um Indíönu (Sigrún Edda Björnsdóttir), skapstygga miðaldra konu úr Breiðholtinu, sem er upp á félagslega kerfið komin. Sonur hennar Unnar (Hallgrímur Ólafsson) er í sama pakkanum, nema hann býr í Kópavogi. Móðirin fjarstýrir honum þó úr Breiðholtinu og hann er raun eins og ofvaxið barn. Þegar Unnar eignast pólska kærustu, hana Daniellu (Karolina Gruszka), fer allt til fjandans í lífi þeirra mæðgina, enda móðir hans lítt gefin fyrir breytingar. Inn í þetta blandast svo nágrannakonan Jóhanna (Halldóra Geirharðsdóttir), sem er einskonar mótvægi við skapstyggðina í Indíönu og kemur með kómík inn í þungar senur. Ragnar Bragason að vanda að taka við verðlaunum. Helsta áskorunin sem steðjar að aðstandendum kvikmyndarinnar Gullregns er að þetta er aðlögun á leikverki. Verk á leiksviði lúta almennt öðrum lögmálum en kvikmyndað efni, enda mun takmarkaðri miðill í eðli sínu (þó svo auðvitað sé hægt að gera allan andskotann í leikhúsi en þið skiljð hvert ég er að fara). Hið hefðbundna leikhúsdrama stólar því töluvert meira á leiktexta heldur en kvikmyndaformið en þegar öllu er á botninn hvolft er kvikmyndaútgáfan af Gullregni enn helst til mikið leikhúsverk. Hún er eiginlega svo mikið leikhús að ég var á tímabili farinn að fá innilokunarkennd. Sömuleiðis er textinn oft einu samheiti of háfleygur og því leikhúslegri en maður hefði vonað. Ég skil það fullkomlega að farið hafi verið af stað með þessa kvikmynd. Ragnar er að sjálfsögðu fyrst og fremst kvikmyndagerðarmaður og þegar hann er kominn með verk sem búið er að vinna þetta langt, er aðeins eðlilegt að næsta skref sé að reyna að koma því á hvíta tjaldið. Það má samt sem áður setja spurningarmerki við kvikmyndun þess þegar rýnt er í gegnum þetta allt saman. Maður spyr sig hverju það bæti við verkið sem var á sviði Borgarleikhússins að festa það á filmu. Ég ætla ekki að kveða upp einhvern stóra dóm um hvort kyrrt hefði mátt liggja, þó ég spyrji mig óneitanlega hvort ekki hefði verið nóg að kvikmynda sýninguna og skella í Ríkissjónvarpið, eins og oft hefur verið gert með íslensk leikrit. Þar af leiðandi velti ég fyrir mér hvort ekki hefði mátt gera aðeins meira „bíó“ úr þessu. Aðallega til að réttlæta betur tilvist kvikmyndarinnar á hvíta tjaldinu. Það er í raun ekki búið að aðlaga leikverkið sérlega mikið að kvikmyndaforminu, heldur er nokkurnveginn bara verið að kvikmynda leikritið, fyrir utan nokkrar viðbætur. Það er alltaf þessi spurning sem kemur upp þegar hugmynd kviknar hjá höfundum, hvaða frásagnarform þjónar henni best. Gullregn er augljóslega leikrit, enda skrifað sem slíkt, því spyr maður sig hverju þessi yfirfærsla þjóni, a.m.k. í því formi sem hún birtist okkur. Þetta er ekki beint aðfinnsla, meira almenn vangavelta. Hressar stelpur í Fellunum. En burtséð frá því er langflest fantavel gert. Öll kvikmyndagerðin er ótrúlega falleg, hvort sem það er kvikmyndataka, lýsing eða andrúmsloft, enda valinn maður í hverju rúmi. Sama má segja um leikinn, hann er skrefi framar en leikur í flestu íslensku efni. Það er töluvert algengt að íslenskir áhorfendur sitji uppi með slakan leik á skjánum og hvíta tjaldinu. Það er líkt og ekki sé skilningur á hvernig trúverðugur leikur er unninn hjá sumum innan kvikmyndabransans á Íslandi. Það þarf að æfa og greina leiktexta, svo hann virki ekki kauðslegur og ótrúverðugur. Ég er búinn að missa töluna á hve oft ég hef séð góða leikara líta illa út í íslensku efni. Oftast er það af því leikaranum hefur ekki gefist færi á að greina kringumstæður og ásetninga persóna með þeim sem heldur um taumana, leikstjóranum. Augljóslega er ástæðan sú að svo vel tekst til í Gullregni að leikararnir þekkja verkið, heiminn, kringumstæðurnar og persónurnar inn og út, eftir að hafa lifað með þeim svo lengi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur ekki úr sömu fjármunum að spila og önnur stærri lönd. Leikarar eru dýr starfskraftur, því hættir framleiðendum e.t.v. til að spara í þeim efnum. Það græðir hinsvegar enginn á því þegar öllu er á botninn hvolft. Sigrún Edda Björnsdóttir og Halldóra Geriharðsdóttir leika aðalkvenhlutverkin tvö og eru að sjálfsögðu sterkar, eins og ávallt. Þær eru eiginlega komnar í svo mikinn sérflokk að það er varla fréttnæmt að þær standi sig frábærlega. Persónulega þótti mér ánægjulegast að sjá Hallgrím Ólafsson í hlutverki Unnars. Í leikhúsinu hefur Hallgrímur mikið verið í gamanleikjum og fulloft verið látinn leika börn og unglinga (bölvun lágvaxna leikarans). Hann hefur verið heldur sveltur þegar kemur að stórum hlutverkum í kvikmyndum, sem er sennilega af því leikstjórar sjá hann einvörðungu sem kómíker og íslenskar kvikmyndir oftast í þyngri kantinum. Hér fær hann loks tækifæri til að vera aðal maðurinn og stendur sig frábærlega og er vonandi að hann fái hér eftir að spreyta sig meira í stórum hlutverkum í kvikmyndum. Pólska leikkonan Karolina Gruzska fer vel með hlutverk Daniellu, konunnar sem kemur óvænt inn í líf Unnars og fær hann til að slíta naflastrenginn. Ég verð að játa að ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var þegar ég fór á myndina. Kom svo ekki bara í ljós að hún er þekkt stærð í evrópska kvikmyndaiðnaðinum og ein helsta leikkona Póllands. Því mætti segja að hún sé einn mesti hvalreki íslenskrar kvikmyndagerðar síðan Victoria Abril dúkkaði upp í 101 Reykjavík. Mæðginin Indíana og Unnar fá sér "diet“ á sviði Borgarleikhússins. Leiktexti Ragnars er skemmtilegur og lifandi (þó hann sé heldur leikhúslegur, eins og áður sagði) og sagan hélt athygli minni betur eftir því sem á leið. Þegar fór að hylla undir lok myndar var ég mjög ánægður og hún var algjörlega í flokknum fjögurra stjörnu íslensk kvikmynd. Hún tekur hinsvegar heldur skarpa beygju þegar nokkrar mínútur eru eftir og fer að slá feilnótur. Niðurlag hennar er falskt og innstæðan fyrir því er byggð á mjög veikum grunni. Gullregn dettur í það sem gárungarnir eru farnir að kalla Undir trénu heilkennið. Þar sem sterkbyggð og heilsteypt kvikmynd fellir sjálfa sig með hápunkti sem er ekki í takti við það sem á undan er komið. Uppgjör persóna Sigurðar Sigurjónssonar og Þorsteins Bachman í Undir trénu hafði verið ágætlega undirbyggt en úrvinnslan fór yfir strikið. Úrvinnslan sjálf er smekklegri í Gullregni en innstæðan fyrir gjörðinni er lítil. Til að þessi endir gengi fyllilega upp hefði þurft að lengja myndina töluvert, í stað þess að láta nægja að stökkva fram í tíma og vonast til að áhorfendur gangi fullnægðir út úr salnum. Brúna skortir og það er til full mikils ætlast að áhorfendur fylli sjálfir upp í eyðurnar svo að viðunandi sé. Það er snúið að leikstýra eigin handriti, stundum þarf að standa fast á sínu en á öðrum stundum þarf að hlusta á samstarfsfólk sitt og oft er erfitt að greina á milli hver hefur rétt fyrir sér. Leikstjórn er að miklu leyti upplýst gisk en samt ávallt gisk. Í þessu tilfelli giskar leikstjórinn því miður ekki rétt þegar kemur að niðurlagi myndarinnar, sem er ótrúlega sorglegt því fram að því var vel flest að ganga upp. Niðurstaða: Gullregn er að mestu leyti traustbyggð kvikmynd en flækist fyrir sjálfri sér á endasprettinum og skellur á andlitið. Á heildina litið er þó óhætt að mæla með henni. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins . Myndin fjallar um Indíönu (Sigrún Edda Björnsdóttir), skapstygga miðaldra konu úr Breiðholtinu, sem er upp á félagslega kerfið komin. Sonur hennar Unnar (Hallgrímur Ólafsson) er í sama pakkanum, nema hann býr í Kópavogi. Móðirin fjarstýrir honum þó úr Breiðholtinu og hann er raun eins og ofvaxið barn. Þegar Unnar eignast pólska kærustu, hana Daniellu (Karolina Gruszka), fer allt til fjandans í lífi þeirra mæðgina, enda móðir hans lítt gefin fyrir breytingar. Inn í þetta blandast svo nágrannakonan Jóhanna (Halldóra Geirharðsdóttir), sem er einskonar mótvægi við skapstyggðina í Indíönu og kemur með kómík inn í þungar senur. Ragnar Bragason að vanda að taka við verðlaunum. Helsta áskorunin sem steðjar að aðstandendum kvikmyndarinnar Gullregns er að þetta er aðlögun á leikverki. Verk á leiksviði lúta almennt öðrum lögmálum en kvikmyndað efni, enda mun takmarkaðri miðill í eðli sínu (þó svo auðvitað sé hægt að gera allan andskotann í leikhúsi en þið skiljð hvert ég er að fara). Hið hefðbundna leikhúsdrama stólar því töluvert meira á leiktexta heldur en kvikmyndaformið en þegar öllu er á botninn hvolft er kvikmyndaútgáfan af Gullregni enn helst til mikið leikhúsverk. Hún er eiginlega svo mikið leikhús að ég var á tímabili farinn að fá innilokunarkennd. Sömuleiðis er textinn oft einu samheiti of háfleygur og því leikhúslegri en maður hefði vonað. Ég skil það fullkomlega að farið hafi verið af stað með þessa kvikmynd. Ragnar er að sjálfsögðu fyrst og fremst kvikmyndagerðarmaður og þegar hann er kominn með verk sem búið er að vinna þetta langt, er aðeins eðlilegt að næsta skref sé að reyna að koma því á hvíta tjaldið. Það má samt sem áður setja spurningarmerki við kvikmyndun þess þegar rýnt er í gegnum þetta allt saman. Maður spyr sig hverju það bæti við verkið sem var á sviði Borgarleikhússins að festa það á filmu. Ég ætla ekki að kveða upp einhvern stóra dóm um hvort kyrrt hefði mátt liggja, þó ég spyrji mig óneitanlega hvort ekki hefði verið nóg að kvikmynda sýninguna og skella í Ríkissjónvarpið, eins og oft hefur verið gert með íslensk leikrit. Þar af leiðandi velti ég fyrir mér hvort ekki hefði mátt gera aðeins meira „bíó“ úr þessu. Aðallega til að réttlæta betur tilvist kvikmyndarinnar á hvíta tjaldinu. Það er í raun ekki búið að aðlaga leikverkið sérlega mikið að kvikmyndaforminu, heldur er nokkurnveginn bara verið að kvikmynda leikritið, fyrir utan nokkrar viðbætur. Það er alltaf þessi spurning sem kemur upp þegar hugmynd kviknar hjá höfundum, hvaða frásagnarform þjónar henni best. Gullregn er augljóslega leikrit, enda skrifað sem slíkt, því spyr maður sig hverju þessi yfirfærsla þjóni, a.m.k. í því formi sem hún birtist okkur. Þetta er ekki beint aðfinnsla, meira almenn vangavelta. Hressar stelpur í Fellunum. En burtséð frá því er langflest fantavel gert. Öll kvikmyndagerðin er ótrúlega falleg, hvort sem það er kvikmyndataka, lýsing eða andrúmsloft, enda valinn maður í hverju rúmi. Sama má segja um leikinn, hann er skrefi framar en leikur í flestu íslensku efni. Það er töluvert algengt að íslenskir áhorfendur sitji uppi með slakan leik á skjánum og hvíta tjaldinu. Það er líkt og ekki sé skilningur á hvernig trúverðugur leikur er unninn hjá sumum innan kvikmyndabransans á Íslandi. Það þarf að æfa og greina leiktexta, svo hann virki ekki kauðslegur og ótrúverðugur. Ég er búinn að missa töluna á hve oft ég hef séð góða leikara líta illa út í íslensku efni. Oftast er það af því leikaranum hefur ekki gefist færi á að greina kringumstæður og ásetninga persóna með þeim sem heldur um taumana, leikstjóranum. Augljóslega er ástæðan sú að svo vel tekst til í Gullregni að leikararnir þekkja verkið, heiminn, kringumstæðurnar og persónurnar inn og út, eftir að hafa lifað með þeim svo lengi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur ekki úr sömu fjármunum að spila og önnur stærri lönd. Leikarar eru dýr starfskraftur, því hættir framleiðendum e.t.v. til að spara í þeim efnum. Það græðir hinsvegar enginn á því þegar öllu er á botninn hvolft. Sigrún Edda Björnsdóttir og Halldóra Geriharðsdóttir leika aðalkvenhlutverkin tvö og eru að sjálfsögðu sterkar, eins og ávallt. Þær eru eiginlega komnar í svo mikinn sérflokk að það er varla fréttnæmt að þær standi sig frábærlega. Persónulega þótti mér ánægjulegast að sjá Hallgrím Ólafsson í hlutverki Unnars. Í leikhúsinu hefur Hallgrímur mikið verið í gamanleikjum og fulloft verið látinn leika börn og unglinga (bölvun lágvaxna leikarans). Hann hefur verið heldur sveltur þegar kemur að stórum hlutverkum í kvikmyndum, sem er sennilega af því leikstjórar sjá hann einvörðungu sem kómíker og íslenskar kvikmyndir oftast í þyngri kantinum. Hér fær hann loks tækifæri til að vera aðal maðurinn og stendur sig frábærlega og er vonandi að hann fái hér eftir að spreyta sig meira í stórum hlutverkum í kvikmyndum. Pólska leikkonan Karolina Gruzska fer vel með hlutverk Daniellu, konunnar sem kemur óvænt inn í líf Unnars og fær hann til að slíta naflastrenginn. Ég verð að játa að ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var þegar ég fór á myndina. Kom svo ekki bara í ljós að hún er þekkt stærð í evrópska kvikmyndaiðnaðinum og ein helsta leikkona Póllands. Því mætti segja að hún sé einn mesti hvalreki íslenskrar kvikmyndagerðar síðan Victoria Abril dúkkaði upp í 101 Reykjavík. Mæðginin Indíana og Unnar fá sér "diet“ á sviði Borgarleikhússins. Leiktexti Ragnars er skemmtilegur og lifandi (þó hann sé heldur leikhúslegur, eins og áður sagði) og sagan hélt athygli minni betur eftir því sem á leið. Þegar fór að hylla undir lok myndar var ég mjög ánægður og hún var algjörlega í flokknum fjögurra stjörnu íslensk kvikmynd. Hún tekur hinsvegar heldur skarpa beygju þegar nokkrar mínútur eru eftir og fer að slá feilnótur. Niðurlag hennar er falskt og innstæðan fyrir því er byggð á mjög veikum grunni. Gullregn dettur í það sem gárungarnir eru farnir að kalla Undir trénu heilkennið. Þar sem sterkbyggð og heilsteypt kvikmynd fellir sjálfa sig með hápunkti sem er ekki í takti við það sem á undan er komið. Uppgjör persóna Sigurðar Sigurjónssonar og Þorsteins Bachman í Undir trénu hafði verið ágætlega undirbyggt en úrvinnslan fór yfir strikið. Úrvinnslan sjálf er smekklegri í Gullregni en innstæðan fyrir gjörðinni er lítil. Til að þessi endir gengi fyllilega upp hefði þurft að lengja myndina töluvert, í stað þess að láta nægja að stökkva fram í tíma og vonast til að áhorfendur gangi fullnægðir út úr salnum. Brúna skortir og það er til full mikils ætlast að áhorfendur fylli sjálfir upp í eyðurnar svo að viðunandi sé. Það er snúið að leikstýra eigin handriti, stundum þarf að standa fast á sínu en á öðrum stundum þarf að hlusta á samstarfsfólk sitt og oft er erfitt að greina á milli hver hefur rétt fyrir sér. Leikstjórn er að miklu leyti upplýst gisk en samt ávallt gisk. Í þessu tilfelli giskar leikstjórinn því miður ekki rétt þegar kemur að niðurlagi myndarinnar, sem er ótrúlega sorglegt því fram að því var vel flest að ganga upp. Niðurstaða: Gullregn er að mestu leyti traustbyggð kvikmynd en flækist fyrir sjálfri sér á endasprettinum og skellur á andlitið. Á heildina litið er þó óhætt að mæla með henni.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira