Fagnar því að hafa ekki fengið „jólagjöf“ frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 11:29 Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. AP/Heo Ran Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27
Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15