Fagnar því að hafa ekki fengið „jólagjöf“ frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 11:29 Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. AP/Heo Ran Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27
Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15