Verðandi liðsfélagar hjá Kiel á toppnum í bæði mörkum og stoðsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Nikola Bilyk var bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34 EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira