Handbolti

Ísland á tvö af flottustu mörkum riðlakeppni EM 2020

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mörk Arons Pálmarssonar og Kára Kristjánssonar voru meðal þeirra flottustu í riðlakeppni EM í ár.
Mörk Arons Pálmarssonar og Kára Kristjánssonar voru meðal þeirra flottustu í riðlakeppni EM í ár. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Riðlakeppninni er leikið á Evrópumótinu í handbolta og mótshaldarar hafa nú valið flottustu mörkin sem voru skoruð í riðlakeppninni. Þar á Ísland tvo fulltrúa.

Þeir Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eiga báðir mörk meðal þeirra tíu flottustu sem voru skoruð í leikjum riðlanna sex.

Ísland og Svíþjóð eru einu liðin sem náðu inn tveimur mörkum.

Aðrir sem náðu marki þar inn fyrir utan Íslendingana tvo eru Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov, Bosníumaðurinn Josip Peric, Svíinn Valter Chrintz, Svartfellingurinn Milos Bozovic, Tékkinn Marek Vanco, Svisslendingurinn Roman Sidorowicz, Svíinn Jim Gottfridsson, Serbinn Zoran Nikolic, Króatinn Luka Stepancic, Hollendingurinn Jeffrey Boomhouwer og Ungverjinn Mátyás Györi.

Mark Arons Pálmarsson kom í fyrri hálfleik á móti Dönum þegar hann minnkaði muninn í 5-4 en hann sýndi þar bæði styrk og útsjónarsemi. Aron keyrði þá inn í vörnina og náði að hleypa af skotinu og leika á markvörðinn úr þröngri stöðu.

Aron átti einnig þátt í marki Kára en Kári skoraði sitt mark undir lok leiksins á móti Dönum. Fékk þá línusendingu frá Aroni og skoraði aftur fyrir sig eftir að hafa snúist í loftinu.

Það má sjá öll flottustu mörk riðlakeppninnar hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×