Heims- og Ólympíumeistarar Dana eru úr leik á EM 2020 en þeir enduðu með þrjú stig í riðli okkar Íslendinga. Það dugði ekki til.
Danska pressan hefur skrifað mikið um gengið á mótinu og eitt af því er hvernig Nikolaj Jakobsen, landsliðsþjálfari, hefur ekki fundið pláss fyrir Morten Olsen.
Olsen var ekki í leikmannahópnum gegn Íslandi, var kallaður inn gegn Ungverjum þar sem hann spilaði nokkrar mínútur en sat svo allan tímann á bekknum gegn Rússum í gær.
Í síðari hálfleiknum í gær kölluðu stuðningsmenn Dana nafn Olsen en hann fékk ekki að koma inn á völlinn.
Hann virtist allt annað en sáttur á leið af vellinum eftir leikinn og barði í eitt og annað. Danska pressan spurði hann hvaða þýðingu það hefði að stuðningsmenn hefðu kallað nafn hans á tímapunkti í leiknum.
„Það hefur þá þýðingu að það voru einhverjir sem gjarnan vildu sjá mig spila,“ sagði Olsen og strunsaði jafnharðan út úr blaðamannasvæðinu.
Publikum råbte stjernes navn - nu sender han stikpille til landstrænerenhttps://t.co/u5yDk4nHOipic.twitter.com/rB8zGaHPIg
— B.T. Sport (@BTSporten) January 15, 2020
Klárt skot á þjálfarann Nikolaj Jakobsen sem svaraði svo fyrir sig.
„Ég hefði getað sett Olsen inn í síðari hálfleik en við vorum að spila okkur í góð færi. Mér fannst Mikkel stýra sjö gegn sex mjög vel og Lauge og Damgaard spiluðu vel. Það var engin ástæða til þess að skipta.“