Ekkert lið klúðraði fleiri vítaköstum í riðlakeppninni á EM 2020 í handbolta en Ísland.
Öll fjögur vítin Ísland fékk gegn Ungverjalandi í gær fóru í súginn. Roland Mikler varði þrjú þeirra og Márton Székely eitt.
Alls fékk Ísland 15 víti í riðlakeppninni og skoraði úr níu þeirra.
Arnór Þór Gunnarsson tók níu vítaköst í riðlakeppninni og skoraði úr fimm þeirra. Tvisvar skoraði hann eftir að hafa tekið frákast eftir víti sem hann klikkaði á.
Bjarki Már Elísson tók fimm víti og skoraði úr fjórum þeirra. Viggó Kristjánsson klikkaði á eina vítinu sem hann tók í riðlakeppninni.
Íslendingar voru með fjórðu verstu vítanýtinguna í riðlakeppninni, eða 60%. Pólverjar voru með verstu vítanýtinguna en þeir skoruðu aðeins úr fimm af tíu vítum sínum.
Bosnía og Svartfjallaland voru bæði með 100% vítanýtingu í riðlakeppninni.
Ísland fékk flest víti í riðlakeppninni (15) ásamt Þýskalandi.

