Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. janúar 2020 22:28 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04