Það er ljóst að Ísland mun spila í milliriðli EM í Malmö og Icelandair hefur nú sett í sölu tvær pakkaferðir til þess að sjá strákana okkar.
Leikirnir fara fram 17., 19., 21. og 22. janúar og er hægt að komast á annað hvort fyrri tvo leikina eða seinni tvö.
Strákarnir munu spila gen Noregi, Slóveníu, Svíþjóð og Portúgal í milliriðlinum. Allt stórleikir.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ferðina hér.
