Sportpakkinn: Belo er fæddur í Ungverjalandi en heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:00 Zoltán Belányi eða Belo eins og hann er jafnan kallaður. Mynd/S2 Sport Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld
EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira