Dvelur þrjá mánuði á ári erlendis og finnst erfitt að geta ekki verið á mörgum stöðum í einu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira