Þjálfari meistaranna slasaði sjálfan sig við að reyna að kveikja í sínum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 23:30 Ed Orgeron eða Coach O eins og hann er alltaf kallaður. Getty/Alika Jenner Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020 Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020
Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira