Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 10:32 Frá Torrevieja á Spáni. Fjöldi Íslendinga býr í borginni og nágrenni hennar. vísir/getty Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. Þetta segir Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alicante, í samtali við Vísi. Hún segir að dómarinn muni í dag taka afstöðu til gagna lögreglu í málinu, meðal annars sönnunargagna og framburði vitna, og úrskurða svo hvort Guðmundur muni sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Þá mun dómarinn einnig geta sagt okkur hvert er ákæruatriðið, hver er glæpurinn sem maðurinn gæti hafa framið. Hvort þetta er manndráp af gáleysi eða ásetningi. […] Þetta vitum við ekki fyrr en dómarinn hefur tekið afstöðu þar sem það er hægt að flokka manndráp mismunandi eftir alvarleika þess,“ segir Garcia.Sjá einnig: Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Úrskurðurinn verður kveðinn upp í dag, að öllum líkindum eftir hádegi. Garcia getur að öðru leyti lítið tjáð sig um málið þar sem það er enn varið rannsóknarhagsmunum. Hún getur til að mynda ekki svarað því hver aðkoma íslenskra lögregluyfirvalda sé í málinu en Vísir greindi frá því í gær að spænska lögreglan hefði óskað eftir aðstoð lögreglunnar hér á landi við rannsóknina. Garcia staðfestir þó að hinn látni sé einnig Íslendingur og að atburðurinn hafi gerst í hverfinu Los Balcones í Torrevieja aðfaranótt sunnudags, eins og greint var frá í gær. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. Þetta segir Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Alicante, í samtali við Vísi. Hún segir að dómarinn muni í dag taka afstöðu til gagna lögreglu í málinu, meðal annars sönnunargagna og framburði vitna, og úrskurða svo hvort Guðmundur muni sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Þá mun dómarinn einnig geta sagt okkur hvert er ákæruatriðið, hver er glæpurinn sem maðurinn gæti hafa framið. Hvort þetta er manndráp af gáleysi eða ásetningi. […] Þetta vitum við ekki fyrr en dómarinn hefur tekið afstöðu þar sem það er hægt að flokka manndráp mismunandi eftir alvarleika þess,“ segir Garcia.Sjá einnig: Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Úrskurðurinn verður kveðinn upp í dag, að öllum líkindum eftir hádegi. Garcia getur að öðru leyti lítið tjáð sig um málið þar sem það er enn varið rannsóknarhagsmunum. Hún getur til að mynda ekki svarað því hver aðkoma íslenskra lögregluyfirvalda sé í málinu en Vísir greindi frá því í gær að spænska lögreglan hefði óskað eftir aðstoð lögreglunnar hér á landi við rannsóknina. Garcia staðfestir þó að hinn látni sé einnig Íslendingur og að atburðurinn hafi gerst í hverfinu Los Balcones í Torrevieja aðfaranótt sunnudags, eins og greint var frá í gær.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54